• 21 mars 2019
Geiri úr Fætinum og Magga Guðfinns

Geiri úr Fætinum og Magga Guðfinns

Sigurgeir Sigurðsson afi minn var fæddur á Markeyri í Skötufirði 1902 og Margrét Guðfinnsdóttir fædd í Litlabæ í Skötufirði 1909.
_USK2723
Þau bjuggu í Folafæti undir Hesti í Seyðisfirði til 1932 er þau fluttu til Bolungavíkur. Mamma, Sigurborg er fædd í Folafæti 1931 en var eitt ár eftir í Fæti hjá Evlalíu langömmu til 1933 og kom þá líka til foreldra sinna í Bolungavík. Þarna eru þau gömlu hjónin við húsið sitt gamla í Fætinum, Heimabæ, í stuttri heimsókn árið 1995 (að mig minnir). Heimabærinn fauk svo fyrir nokkrum árum á haf út.
_USK2726
Svefnloftið (baðstofan) í Heimabæ.
_USK2718
Fyrstu árin í Bolungavík bjuggu þau í Dúfubúð sem hér sést og þar eru fædd nokkur barna þeirra.
_USK2771
Úr Dúfubúðinni fluttu þau í Miðstræti 4. (húsið í baksýn) og bjuggu þar til ársins 1944. Á myndinni eru Jón Eggert, Þórarinn, Svenna, Heiða, Maggý Hannesar og Siggi Elí (held ég). Hægra megin sést í lögreglustjórabústaðinn en það hús byggði Falur Jakobsson.
_USK2777
1944 flutti svo öll hersingin í Hjara. Á myndinni er öll fjölskyldan samankomin.
_USK2740-1
Erla og Dóra fyrir framan Hjara.
08-1
Á hænsnakofanum eru þeir Kitti Beni og Siggi Þórðar, Jón Eggert, Þórarinn og Guðmundur Baldur.
_USK2818
1965 fluttu þau úr Hjara og byggðu Völusteinsstræti 8.

_USK2709
Þau létu sig samfélag sitt sig miklu skipta og gáfu meðal annars peninga til sundlaugarbyggingarinnar og í þyrlusjóð Landhelgisgæslunnar. Það er með ólíkindum að eins farsæll og mikill sjómaður og afi var að hann skyldi ekki læra sund fyrr en um sjötugt! Öll lífsbarátta þessarar kynslóðar var háð á opnum bátum á ólgandi hafi. Amma var ekki gömul, 14. ára að ég held þegar hún sá langafa, pabba sinn, sökkva ásamt allri áhöfn útá Seyðisfirði. Enginn komst af.
_USK2716-1
Afi sjötugur 1977. Eftir Sigurð úr Vigur

data-width="750" data-numposts="10">
Do you have any presale question to ask?

Lorem Ipsum is simply dummy text of the printing and typesetting industry. Lorem Ipsum has been.